101 – 93 Tap gegn Selfossi í gærkvöldi

október 17, 2025

Snæfells strákar máttu þola tap í leik gærkvöldsins þar sem Selfyssingar höfðu betur með 101–93 sigri heimaliðsins.

Aytor Johnson Alberto var góður í liði Snæfells með 32 stig, ásamt 3 stoðsendingum og 7/7 af vítalínunni. Juan Luis Navarro átti einnig góðan leik með 19 stig og 11 fráköst. Sturla Böðvarsson lagði sitt af mörkum með 15 stig og 6 fráköst.

Snæfell byrjaði leikinn vel og hélt góðu flæði sóknarlega, en heimamenn svöruðu með sterkum kafla í lok fyrri hálfleiks og leiddu að honum loknum. Í síðari hálfleik héldu Snæfellsmenn áfram að ógna, en tapaðir boltar reyndust dýrkeyptir í leiknum.

Næsti leikur Snæfells er á heimavelli gegn Þórsurum frá Akureyri – Mjög mikilvægur leikur fyrir okkar menn sem stefna á sigur! 🔴⚪

Tölfræði leiksins: https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/KKI/2668719/bs.html

Myndasafn úr leiknum á Facebook síðu Selfoss: https://www.facebook.com/photo/?fbid=1428198785812899&set=pcb.1428199575812820

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!