
Snæfell hefur ákveðið að segja upp samningi við bandaríska leikmanninn Damione Thomas, sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið.
Damione er hæfileikaríkur leikmaður og með virkilega góðan persónuleika en eftir vandlega skoðun og mat á stöðu liðsins var tekin ákvörðun um að gera breytingar og leita nýrra leiða til að styrkja hópinn.
Tímabilið hefur farið ágætlega af stað en Snæfell hefur unnið tvo leiki og tapað einum í 1. deild karla. Þjálfari liðsins, Gunnlaugur Smárason, sagði í viðtali við heimasíðuna að liðið þyrfti leikmann sem hjálpar við að taka næsta skref.
„Við erum á réttri leið en okkur vantar leikmann sem hjálpar liðinu að taka næsta skref. Við erum bjartsýn á að þessi breyting styrki hópinn og hjálpi okkur að halda áfram að þróa liðið í rétta átt. Þetta er oft harður heimur og því miður gekk þetta ekki upp eins og við vildum. Damione er góður karakter og hæfileikaríkur en við þurftum að breyta til og fá öðruvísi leikmann inn í liðið.“ sagði Gunnlaugur.
Snæfell þakkar Damione fyrir hans framlag og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Næsti leikur Snæfells er á föstudaginn 31. október kl. 19:15 í Smáranum, Kópavogi.