Nýr leikmaður Snæfells

október 30, 2025

Snæfell hefur samið við Jakorie Smith, 25 ára bandaríkjamann. Jakorie er 198 cm á hæð og er týpískur leikmaður fyrir 1. deildina. Jakorie er kraftmikill leikmaður sem getur tekið yfir leiki sóknar- og varnarlega. Hann mun koma inn í liðið með nýja vídd og mun án efa hjálpa liðinu. Jakorie getur spilað vörn á margar stöður. Hann er fjölhæfur sóknarmaður og það sést best á Háskólaferli hans þar sem hann skoraði stig í öllum regnbogans litum.

Jakorie Smith kemur frá Utica, Mississippi og spilaði fyrst með East Mississippi Community College, þar sem hann vakti athygli fyrir frábæra frammistöðu og fjölhæfni. Eftir það gekk hann til liðs við Tarleton State University, sem keppir í NCAA Division I.

Hjá Tarleton var hann lykilleikmaður og spilaði alla 35 leiki tímabilið 2023–24. Hann var stigahæsti leikmaður liðsins með 15,7 stig og 4,6 fráköst að meðaltali á leik, og setti jafnframt stigamet á einu tímabili í D1 fyrir Tarleton.

Jakorie hefur spilað í Kosavo og Kanada eftir háskólaferlinn.

Við erum spennt að fá hann inn í liðið og vonumst til að hann fái keppnisleyfi á allra næsta dögum.

Velkominn í Hólminn!

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!