Tap gegn Fjölni á heimavelli 54 – 95

nóvember 30, 2025

Meistaraflokkur kvenna hjá Snæfelli mætti öflugu liði Fjölnis í gær og lauk leiknum með 54–95 sigri gestanna. Leikurinn var aldrei spennandi þar sem Fjölnir byrjaði með miklum krafti, setti tóninn strax á fyrstu mínútunum og skapaði sér örugga forystu.

Vörnin hjá Fjölni var afar þétt og skapaði þeim fjölda auðveldra stiga úr hraðaupphlaupum. Þar að auki hittu gestirnir ótrúlega vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Staðan var orðin 30–9 snemma leiks og var augljóst að Snæfellskonur voru slegnar út af laginu.

Leilani Kapinus var lykilleikmaður í liði Fjölnis. Mikil áhersla fór í að reyna að hemja hana, sem opnaði hins vegar fyrir aðra leikmenn Fjölnis að stíga upp og nýttu þær sér það afar vel. Kapinus stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik með miklum krafti, tók fráköst eða stal boltanum keyrði upp völlinn og og annað hvort skoraði sjálf eða fann opinn Fjölnisleikmann og stýrði sínu liði afar vel. Hún spilaði einungis í 22 mínútur og lauk leik með 20 stig, 10 fráköst, 8 stolna bolta og 4 stoðsendingar.

Snæfellskonur áttu sinn besta kafla í fjórða leikhluta. Þær náðu þó ekki að ógna forystu Fjölnis þar sem munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Snæfell tapaði 28 boltum í leiknum og skotnýting liðsins var 28%, sem er ekki vænlegt til árangurs.

Næsti leikur Snæfells er gegn ÍR á útivelli, föstudaginn 6. desember kl. 18:00

Stigaskor leiksins:

Snæfell: Valdís Helga Alexandersdóttir 17/8 fráköst/5 stolnir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/4 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 7/5 fráköst, Natalía Mist Þráinsdóttir 7, Björg Guðrún Einarsdóttir 6/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Katrín Mjöll Magnúsdóttir 2, Alfa Magdalena Frost 2/4 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Rósa Kristín Indriðadóttir 0, Díana Björg Guðmundsdóttir 0, Dagný Inga Magnúsdóttir 0. 


Fjölnir: Leilani Kapinus 20/10 fráköst/8 stolnir/3 varin skot, Arna Rún Eyþórsdóttir 14/5 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 13/4 fráköst, Katla Lind Guðjónsdóttir 12, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 11/6 fráköst, Aðalheiður María Davíðsdóttir 7/4 fráköst, Elín Heiða Hermannsdóttir 6, Sigrún María Birgisdóttir 4/4 fráköst, Helga Björk Davíðsdóttir 4, Stefania Osk Olafsdottir 2, Arndís Davíðsdóttir 2, Harpa Karítas Kjartansdóttir 0.

Ítarlegri tölfræði: https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/KKI/2669097/bs.html

Staðan í deildinni: https://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Deildir-flokkar?league_id=231

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!