Tap í Borgarnesi

desember 5, 2025

Strákarnir töpuðu 104 – 79 gegn Skallagrím í Borgarnesi í gærkvöldi. Heimamenn náðu snemma forystu og leiddu 34 – 20 eftir fyrsta fjórðung og voru svo 19 stigum yfir í hálfleik. Snæfell náði aldrei að ógna forystu heimamanna og því fór sem fór.

Strákarnir okkar sýndu framfarir í færri töpuðum boltum og tóku svo einnig 50 fráköst en hittnin var ekki okkar mönnum hliðholl. Borgnesingar voru með 48% skotnýtingu á meðan okkar menn voru með 36% skotnýtingu.

Hægt er að sjá frekari tölfræði úr leiknum hér: https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/KKI/2668768/

Næsti leikur liðsins er hér heima gegn Hetti frá Egilsstöðum 8. Desember kl 18:45

Mætum og styðjum við strákanna!

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!