Snæfell með sterkan útisigur gegn Fylki!

janúar 4, 2026

Snæfell tryggði sér mikilvægan útisigur gegn Fylki í 1. deild karla þegar liðin mættust í Fylkishöllinni nú fyrr í kvöld. Lokatölur urðu 103–96 Snæfelli í vil eftir jafnan og fjörugan leik.

Okkar menn byrjuðu leikinn vel og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 20 – 29, en Fylkir svaraði fyrir sig en Snæfell var með nauma forystu í hálfleik 51 – 45. Leikurinn var í járnum allan tímann, en Snæfell sýndi styrk sinn á lokakaflanum og hélt forystunni í fjórða leikhluta.

Jakorie Smith var stigahæstur Snæfells með 35 stig og 13 fráköst, á meðan Juan Luis Navarro skilaði 18 stigum og 8 fráköstum. Aytor var með 18 stig og 4 stoðsendingar og Sturla skilaði 16 stigum og 7 fráköstum.

Hjá Fylki bar mest á Finni Tómassyni með 28 stig og Maxwell Joseph K. með 24 stig, en það dugði ekki til gegn sterku Snæfellsliði sem sýndi yfirvegun þegar mest reyndi.

Gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkar mönnum!

Ítarlegri tölfræði úr leiknum: https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/KKI/2668777/bs.html

Staðan í deildinni: https://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Deildir-flokkar?league_id=191

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!