Kaflaskiptir! Grátlegt tap í Njarðvík

Kaflaskiptir! Grátlegt tap í Njarðvík

Okkar menn spiluðu sinn versta varnarleik í vetur og sinn besta í leiknum í gær. Menn komu inn svakalega flatir og fengu Njarðvíkingar að gera hvað sem þeir vildu í sókninni. Í síðari hálfleik með nýjasta pabbann hann Svein Arnar breyttu leikmenn liðsins hugarfarinu og maður sá glitta í gamallt og gott Snæfells stolt. Eins og segir hérna í umfjölluninni vorum við grátlega nálægt því að vinna okkur tilbaka í þessum leik og sigra hann. Hendum fyrri hálfleiknum út á haf og notum síðari hálfleikinn og mætum snar vitlausir í slaginn við Keflavík. Eftir leik kvöldsins er það orðið ljóst að við mætum deildarmeisturum KR í 1. umferð úrslitakeppninnar (meira um það síðar).

Við grípum hér inn í umfjöllun frá karfan.is

Njarðvík og Snæfell spiluðu í kvöld í mikilvægum leik, Njarðvík að berjast um 4.sætið og heimavallarrétt í 8-liða úrslitum og Snæfell að berjast um sæti í úrslitakeppnina. Skemmtileg uppákoma var fyrir leik þar sem allir minniboltaiðkenndur Njarðvíkur gengu inná gólf 10min fyrir leik og mynduðu skjaldborg í kringum fyrirmyndir sínar þegar þeir voru að hita upp en vel yfir 100 krakkar í búning félagsins með Njarðvíkurspjöld glöddu troðfulla Ljónagryfju.

Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru komnir 11-2 yfir eftir rúmar 2min og óheppnir að vera ekki með meiri forskot en ekkert gekk upp hjá Snæfell á þessum tímapunkti, en eins og flestir vita með þessa undurfagra íþrótt getur margt gerst á stuttum tíma og Snæfell komnir inní leikinn 18-14 eftir tæpar 6min. Njarðvík spýttu í lófana og náðu góðu áhlaupi og gerðu næstu 7 stigin og staðan orðin 25-17.

Snæfell skoruð hins vegar seinustu 2 körfur leikhlutans 25-21 og allt stefndi í svakalegan leik. Njarðvíkingar byrjuðu 2.leikhluta einnig mun betur og voru á eldi á köflum og enduðu leikhlutann með 35 stig og voru yfir í hálfleik 60-43. Eitthvað hefur Ingi Þór messað yfir sínum mönnum í hálfleik því allt annað Snæfells lið kom inná gólf í seinni hálfleik og þeir byrjuðu að raða niður skotum og spiluðu flotta vörn og eftir 3.leikhluta var munurinn dottinn niður í 9 stig 69-60.

Snæfell komu sterkir inn í 4.leikhluta og skoruðu fyrstu 5 stigin og staðan orðin 69-65 og stress farið að myndast í Gryfjunni hjá heimafólki. Þá loks átti Njarðvík smá áhlaup og settu næstu 8 stig á móti einu víti gestana og komnir með þægilegt forskot 77-66 og 5 min eftir. Þá kom svakalegur kafli gestana og á innan við 3 min settu þeir 13 stig í röð og komnir yfir 77-79 og 2:15min eftir og fólk í stúkunni var ekki að trúa sínum eigin augum. Njarðvík tekur leikhlé og koma sterkir út úr því og skora næstu 4 stig og komnir yfir 81-79 og hávaðinn í Gryfjunni að rífa þakið af. Snæfell jafnar metin 81-81 þegar þegar 1:29min eru eftir og strax í kjölfarið henda Njarðvík boltanum útaf og Ingi tekur leikhlé.

Snæfell missir boltann þegar 57sek eru eftir en Njarðvík misnotar sína sókn og allt á suðupunkti í húsinu. En og aftur missa Snæfell boltann í sókninni þegar 22sek eru eftir og Elvar fær boltann og dripplar tímann niður og fer af stað þegar um 4 sek eru eftir uppí erfitt skot sem leit alls ekki vel út en viti menn spjaldið ofaní og innan við tvær sek eftir á töflunni og allt verður vitlaust í húsinu. Snæfell tekur tíma og eftir vel útfærða sókn fékk T.Cohn galopið sniðskot sem geigaði og Húnarnir stigu trylltan stríðsdans með öruggt 4.sæti og heimavallarrétt í fyrstu umferð. Frábær skemmtun í fullri Gryfju og fólk að hita sig upp fyrir úrslitakeppni sem verður all svakaleg í ár

Bestu menn vallarins
Njarðvík
Logi Gunnarsson 21 stig 7 fráköst og 6 stoðsendingar
Tracy Smith 26 stig og 11 fráköst
Elvar Friðriks 19 stig og 5 stoðsendingar og 4 fráköst
Ólafur Helgi Jónsson 12 stig 7 fráköst og 4 stolnir

Snæfell
T.Cohn lll 24 stig 7 fráköst og 6 stoðsendingar
Jón Jónsson 18 stig og 9 fráköst

Texti:AMG