Meiðsli í herbúðum Snæfells!

Meiðsli í herbúðum Snæfells!

Það var greinilegt að úrslitakeppnin byrjaði í gær, harkan fór út um þúfur og fengu leikmenn Snæfells mikið þungum höggum og skellum. Það sem er verst við þetta er að tveir lykilleikmenn meiddust í leiknum og það frekar alvarlega, eins og sést á myndinni fyrir ofan. Chynna Brown verður líklegast frá næstu leiki og óvíst hvort hún spili meira með liðinu.

Hugrún Eva meiddist einnig illa og er verið að bíða eftir segulómskoðun fyrir hana, til þess að sjá hversu alvarleg meiðsli hennar eru.
Það eru því skörð í lið Snæfells sem erfitt verður að fylla í ljósi nýju reglanna um að geta ekki ráðið nýjan kana í staðinn fyrir þann sem er meiddur.

Sú regla er gríðarlega ósanngjörn og var tekin út þegar að liðin höfðu tvo kana í liðunum, sem var skiljanlegt. En núna er bara einn ameríkani og ef hann meiðist þá eru liðin sem lenda í þessu án of sterks leikmanns að það skekkjir samkeppnisstöðu liðanna.

Mynd – Eyþór Ben.