http://snaefell.is/wp-content/uploads/2014/02/fans3.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2014/02/fans3.jpgSnæfell mætir KR í 8-liða úrslitum

Snæfell mætir KR í 8-liða úrslitum

Ungir en fallegir nýbúnir að slá KR út í oddaleik í DHL

Ungir en fallegir nýbúnir að slá KR út í oddaleik í DHL

 
Snæfell endaði í 8. sæti í Dominosdeild karla og fá það verðuga verkefni að slá Deildarmeistara KR út í 1. umferð úrslitakeppninnar. Strákarnir hafa verið að spila langt undir getu í flestum leikjum í vetur og ættu að eiga helling inni. Allt verður að smella til þess að slá út lang besta lið deildarkeppninnar í vetur. Strákarnir eru fullir tilhlökkunnar og eru tilbúnir í slaginn. Nú þurfum við að vinna saman sem ein heild, stuðningsfólk og liðið sjálft. Mætum á leikina og rífum okkur út úr hversdagsleikanum og gerum allt vitlaust í stúkunni. Stemmingin fleytir liðinu eins langt og hægt er.

Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og hafa KR unnið báða leikina.
Snæfell - KR leikir
Breyting hefur verið gerð á úrslitakeppninni í ár og þarf að vinna 3 leiki til að komast í undanúrslitin. Pössum heimavöllinn og stelum sigri á útivelli er ágætis uppskrift.

Leikur 1 er í DHL-höllinni, heimavelli KR.
Fimmtudaginn 20. mars kl. 19:15

Leikur 2 er í Stykkishólmi
Sunnudaginn 23. mars kl. 19:15

Leikur 3 er í DHL-höllinni
Fimmtudaginn 27. mars kl. 19:15

*Leikur 4 er í Stykkishólmi
Sunnudaginn 30. mars kl. 19:15

*Leikur 5 er í DHL-höllinni
Fimmtudaginn 3. apríl kl. 19:15

*ef til þess kemur

Skoðaðu allt það helsta inn á heimasíðu kkí
 

Þetta er að bresta á kæra stuðningsfólk, það sem allir hafa verið að bíða eftir. Maður svitnar og spennan tekur yfir við umhugsunina. Sjáumst á vellinum!

Áfram Snæfell, alltaf, alls staðar!