KKD. Snæfells hefur samið við Bandaríkjamanninn Khalyl Waters

september 4, 2024

Khalyl spilaði á sínum tíma með Troy úr NCAA háskólaboltanum áður en hann var fenginn til liðs við Honka í Finnsku úrvalsdeildinni á sama tímabili færði hann sig um set og spilaði það sem eftir var af tímabilinu í Oulun Basketball í finnsku 1. deildinni og skilaði þar 22 stigum og 7 fráköstum að meðaltali. Khalyl kemur hins vegar til liðsins úr TBL deildinni í Bandaríkjunum þar sem hann spilar með Jacksonville 95ers.

Gunnlaugur þjálfari liðsins er ánægður með nýjustu viðbótina í liðið og er spenntur fyrir framhaldinu. Gunnlaugur heldur áfram „Khalyl er frábær varnarlega og getur dekkað margar stöður á vellinum og sóknarlega getur hann skorað í öllum regnbogans litum. Khalyl er mikill íþróttamaður og vonumst við til að hann muni hjálpa okkur að taka næsta skref í vegferðinni sem við erum á.“

Welcome Khalyl Waters!

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!