Alejandro Rubiera hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna. Alex, eins og hann er jafnan kallaður, hefur góða reynslu af yngriflokka þjálfun en þetta mun vera hans fyrsta starf sem meistaraflokks þjálfari. Hann er metnaðarfullur þjálfari með skemmtilega nálgun á leiknum. Hann mun taka við ungu liði Snæfells og stefnan er að byggja upp lið á næstu árum.
Alex mun einnig spila með meistaraflokki karla og hefur hann reynslu á því að vera á Íslandi. Hann spilaði með Breiðablik í 1. deild 21/22 og var partur af liðinu sem komst upp um deild það ár. Árið eftir spilaði hann með Vestra í efstu deild og skilaði flottum tölum. Alex fór svo til Svíþjóðar og komst upp í efstu deild með Helsingborg tímabilið 22/23 þar skoraði hann, 14 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðaltali í 26 leikjum. Alex kemur til með að hjálpa ungu liði Snæfells að bæta sig í takt við markmið liðsins.
Alejandro Rubiera mun koma til landsins um miðjan ágúst og hefja æfingar hjá báðum liðum.
Daníel formaður Snæfells segist vera mjög kátur með að hafa landað þessum samning og vonast hann til þess að Alex muni efla bæði lið Snæfells.
Áfram Snæfell út um allan heim!!!