
Það styttist heldur betur í fyrsta leik hjá meistaraflokkum Snæfells í körfubolta. Ársmiðasalan fer af stað hér og nú í gegnum þessa slóð
———-> ÁRSMIÐASALA <———-
Liðin munu svo banka upp á hjá bæjarbúum og selja ársmiða í vikunni fyrir fyrsta heimaleikinn í deildinni. Við vonumst til að halda áfram að bæta í og stuðningurinn ykkar skiptir svo miklu máli. Við sáum hversu gaman það var í úrslitakeppninni í fyrra og hversu mikill stuðningurinn var! Gerum það aftur og byrjum í fyrsta leik!
Hérna eru Ársmiðarnir sem eru í boði! Við hvetjum brottflutta Snæfellinga að halda áfram að styðja vel við félagið sitt.
Liðin eru komin á fullt í undirbúningnum og munu spila æfingaleiki á næstu dögum og vikum. Karlaliðið er á leiðinni á Skagastönd um helgina og munu spila við Fjölni og Þór Akureyri. Kvennaliðið er að skipuleggja æfingaleiki og munum við fá frekari fréttir síðar.
Æfingaleikir á næstunni hjá karlaliðinu
Snæfell – Fjölnir 19:00 19. september
Snæfell – Þór Akureyri kl. 12:00 20. september
Skallagrímur – Snæfell 3. október kl. 19:15
Næstu leikir í deild
Kvennaliðið ríður á vaðið og heimsækja KV í Vesturbæ Reykjavíkur 4. október kl. 18:00.
Fyrstu heimaleikir hjá liðunum er á móti Fylki þann 9. október kl. 19:15 hjá körlunum og kvennaliðið spilar sinn fyrsta heimaleik 11. október kl. 15:00 og taka þær á móti Vestra.