Aytor Alberto í Snæfell

ágúst 17, 2025

KKD. Snæfell hefur náð samkomulagi við Aytor Alberto, fyrrum leikmann Breiðabliks og síðast Kufstein Towers í Austurríki, sem leikmann fyrir komandi tímabil.

Aytor Alberto hefur vakið athygli á ferlinum fyrir hraða sinn og fjölhæfni á vellinum. Aytor lék fyrri hluta síðasta tímabils með Breiðablik og þekkir því deildina vel. Aytor kemur til með að styrkja hóp Snæfells fyrir komandi átök.

Í samtali við fréttaritara Snæfells sagðist Gunnlaugur þjálfari spenntur að fá Aytor til liðs við Snæfell. Gunnlaugur telur hann eiga eftir að hjálpa mikið til við að opna varnir andstæðinga, hvort sem það er fyrir hann sjálfan til að skora eða opna fyrir aðra leikmenn í liðinu. Aytor er mikill íþróttamaður og verður gaman að sjá hann passa inn í hópinn okkar. Við hlökkum mikið til þegar allur hópurinn verður kominn og allt byrjar á fullu sagði Gunnlaugur að lokum.

Aytor er væntanlegur til landsins í september og er það Mirkó Virijevic, fyrrverandi leikmaður Snæfells, sem er umboðsmaðurinn hans.

Velkominn í Snæfell Aytor Alberto.

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!