
Leikur 2 á morgun í 8 liða úrslitum!
Kæra stuðningsfólk! Fyllum stúkuna og látum vel í okkur heyra, það skiptir miklu máli Snæfell fær Hamar í heimsókn í…
Á mánudaginn (24. mars) ætla strákarnir í Snæfell ásamt stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar að skella í skemmtilega fjáröflun. Hólmarar og nærsveitungar eru hvattir til að panta tíma í tjöruþvott og bón.
Það er ekki lítil tjara sem varð eftir á bílunum okkar eftir veturinn og hvað þá þegar vegirnir eru eins og þeir eru þessa stundina. Komdu með bílinn og við skutlum honum svo til þín glansandi fínum.
Við munum bóna á Dekk og smur og þökkum við þeim innilega fyrir búnaðinn og aðstöðuna.
Við byrjum kl. 17:00 að bóna og fyrstur kemur fyrstur fær. Hægt er að panta í bón í athugasemdum á Facebook og einnig á netfangið: [email protected]
Það er frábært að byrja nýja viku á hreinum bíl.
Áfram Snæfell