Bílabón Snæfells

mars 18, 2025

Á mánudaginn (24. mars) ætla strákarnir í Snæfell ásamt stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar að skella í skemmtilega fjáröflun. Hólmarar og nærsveitungar eru hvattir til að panta tíma í tjöruþvott og bón.

Það er ekki lítil tjara sem varð eftir á bílunum okkar eftir veturinn og hvað þá þegar vegirnir eru eins og þeir eru þessa stundina. Komdu með bílinn og við skutlum honum svo til þín glansandi fínum.

Við munum bóna á Dekk og smur og þökkum við þeim innilega fyrir búnaðinn og aðstöðuna.

Við byrjum kl. 17:00 að bóna og fyrstur kemur fyrstur fær. Hægt er að panta í bón í athugasemdum á Facebook og einnig á netfangið: [email protected]

Það er frábært að byrja nýja viku á hreinum bíl.

Áfram Snæfell

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!