Blakið endurvakið
Hér á árum áður var nokkur áhugi á blaki hjá öldungum hér í bæ og Þá tóku nokkur lið reglulega þátt í öldungamótum og náðu góðum árangri. Eftir stutt hlé hefur nú skapast nýtt upphaf.
Í vetur hefur hópurinn tekið við sér á ný. Fjöldi fólks hafa mætt á æfingar og hefur ríkt góð stemning. Margir eru að stíga sín fyrstu skref en aðrir eru að byrja aftur eftir smá pásu og þar ber helst að nefna Coach Hauk Garðarss og Bjössa málara.
Framfarirnar í vetur hafa verið áberandi ásamt góðri mætingu. Á hverri viku má sjá leikmenn ná tökum á sendingum, uppgjöfum, móttöku og samspili.
Með þessu hefur skapast raunverulegur möguleiki á því að endurvekja þátttöku í öldungamótum á ný. Ef þessi góða mæting og jákvæði kraftur halda áfram má ætla að liðið – eða jafnvel fleiri en eitt lið – verði fullbúið og tilbúið til að taka þátt í mótum þegar fram líða stundir.