Framtíð
Framtíð og stefna Snæfells er að leggja metnað í að bjóða upp á fjölbreyttar og öflugar íþróttir fyrir alla aldurshópa í Stykkishólmi. Framtíðarsýn félagsins er að efla þessa hefð enn frekar, með áherslu á að skapa sterkan grunn fyrir heilsusamlegt og virkt samfélag.
Við höldum áfram að þróa okkar sterkustu greinar, þar á meðal körfubolta, frjálsar íþróttir, og fótbolta, en einnig bjóðum við upp á fjölbreyttari möguleika eins og styrktarþjálfun og badminton. Snæfell er staðráðið í að gera öllum kleift að finna sína íþrótt og njóta hennar á sínum forsendum, hvort sem það er á keppnis- eða afreksstigi, eða til að viðhalda heilsu og vellíðan.
Körfubolti er einn af hornsteinum félagsins og hefur Snæfell á undanförnum árum unnið til fjölda titla í bæði kvenna- og karlaflokki. Við höldum áfram að byggja upp sterka leikmenn og leggja áherslu á yngri flokka, sem tryggja framtíð körfuboltans í bænum.
Í frjálsum íþróttum hefur félagið alið upp Íslandsmeistara og framtíðarsýnin er að halda áfram að veita unga fólkinu tækifæri til að þróa sína hæfileika í fjölbreyttum greinum.
Fótboltinn hefur lengi verið hluti af starfi hjá félaginu, með áherslu á að byggja upp öflug lið og einstaklinga sem keppa á bæði með Snæfell og sameinuðu liði á Snæfellsnesi, við hvetjum ungu kynslóðirnar til að njóta knattspyrnunnar.
Styrktarþjálfun er nýtt svið sem hefur fengið aukið vægi, þar sem félagið býður upp á styrktaræfingar fyrir bæði íþróttafólk og almenning sem vilja efla líkamlegan styrk og hreysti.
Einnig erum við stolt af því að badminton hefur aftur komið á dagskrá og gaman væri ef félagið næði að byggja upp badmintonmenningu á ný, með áherslu á bæði börn og fullorðna.
Snæfell leggur ríka áherslu á að skapa hvetjandi og stuðningsríkt umhverfi fyrir alla iðkendur, þar sem jákvæðni, samvinna og virðing eru leiðarljósin. Með öflugu starfi í öllum þessum greinum, stefnum við að því að vera leiðandi afl í íþróttalífi bæjarins til framtíðar.