1. gr.
Félagið heitir Snæfell, skammstafað UMF.Snæfell. Heimili þess og varnarþing er í Stykkishólmi.
Markmið
2. gr.
Markmið félagsins eru:
a) Að vera hvatning fyrir félaga til að vinna að frelsi, framförum og heill þeirra sjálfra og þjóðar, af mannúð og
réttlæti.
b) Að vernda þjóðlega menningu.
c) Að auka áhuga félaga og almennings á líkamsrækt og stuðla að alhliða íþróttaiðkun.
d) Að vinna gegn allri tóbaksnotkun, neyslu áfengis og annarra skaðnautna.
e) Að vinna að markmiðum og stefnuskrá Ungmennafélags Íslands með kjörorðunum ´´Íslandi Allt´´
3. gr.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með fundarhöldum, námskeiðum, íþróttaæfingum, félagsstarfi og
framkvæmdum þeim tengt.
Merki
4. gr.
Merki félagsins er skjaldarmerki, blátt, rautt og hvítt að lit. Í efri hluta merkisins er Snæfellsjökull, út frá
honum standa geislar. Í neðri hluta er sól sem geislar út frá. Milli geisla og yfir þá er ritað UMF. Snæfell. Stjórn
félagsins getur veitt heimild til deilda til notkunar á merkjum sem eru byggð á ofangreindum grunni. Merkið er
hluti af lögum þessum og fylgir þeim.
5. gr.
Aðallitir í keppnisbúningum skulu vera hvítur, rauður og blár í peysu en buxur rauðar. Félagsmerki skal áfest
vinstra megin á barmi búnings. Hverri deild innan félagsins er heimilt að útfæra ofangreinda aðalliti á keppnis- og
æfingabúningum með samþykki stjórnar félagsins.
Félagar
6. gr.
Félagsmaður getur hver sá orðið sem æskir þess og samþykkir að hlýta lögum og reglugerðum félagsins, sem í gildi
eru á hverjum tíma. Beiðni um aðild skal leggja fyrir stjórnarfund til samþykktar. Stjórn skal halda skrá yfir
félaga.
7. gr.
Hver sá sem hyggst taka þátt í reglubundnum æfingum eða keppa á vegum eða fyrir hönd félagsins verður að vera
skráður félagi.
8. gr.
Heimilt er að skrá styrktarfélaga sem eru undanþegnir þátttöku í störfum á vegum félagsins.
9. gr.
Félagsgjald skal ákveðið af aðalfundi ár hvert.
10. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að veita félagsmanni, tiltal, áminningu eða víkja honum úr félaginu, hafi hann sannanlega
í orði eða verki unnið gegn félaginu eða markmiðum þess og siðareglum. Áður skal siðanefnd, skipuð af stjórn, taka
til meðferðar mál viðkomandi félagsmanns og leggja fram tillögur um aðgerðir til stórnar ef þörf er á. Nefndinni
er heimilt að taka upp mál að eigin frumkvæði eða eftir ábendingu stjórna einstakra deilda eða félagsmanna.
Stjórn skal veita félagsmanni andmælarétt áður en tiltal, áminning, tímabundin brottvikning eða brottrekstur er
ákvörðuð. Komi til brottvikningar eða brottreksturs getur félagsmaður skotið málum til aðalfundar félagsins.
11. gr.
Úrsögn úr félaginu skal tilkynnt til stjórnar þess. Ósk um félagaskipti skal berast skriflega til stjórnar félagsins
og hljóta þar meirihlutafylgi til að vera samþykkt. Að öðru leiti fara félagaskipti fram skv. lögum sérsambanda sem
um ræðir hverju sinni og Snæfell er aðili að. Félagsmaður sem ekki hefur greitt árgjald (Félagsgjald) til félagsins í
tvö ár í röð skal ekki talinn félagsmaður eftir þann tíma.
Stjórn/deildir
12. gr.
Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur. Kjör þeirra fer fram á
aðalfundi ár hvert. Einnig skal kjósa tvo varamenn til stjórnar. Kosið skal í hvert embætti sérstaklega, utan kjör
varamanna, þar ræður fjöldi atkvæða hverjir tveir ná kjöri. Meðstjórnandi er fyrsti varamaður annarra
stjórnarmanna.
Þeir aðilar sem sæti eiga í stjórn félagsins mega ekki gegna störfum í stjórnum deilda. Meirihluti atkvæða ræður
úrslitum mála i stjórn félagsins, við jöfn atkvæði ræður atkvæði formanns. Stjórn félagsins er heimilt að skipa
nefndir til starfa sem hún telur þörf á. Skylt er að halda stjórnarfundi minnst annan hvern mánuð og skal halda
gjörðabók um þá.
13. gr.
Félagið er deildarskipt eftir íþróttagreinum sem stundaðar eru á vegum þess. Hver deild félagsins hefur sér
stjórn. Stjórnir deilda skulu vera minnst þrír félagar, þ.e. formaður, gjaldkeri og ritari. Flestir skulu
stjórnarmenn vera fimm. Bera skal val i stjórnir upp til samþykktar á aðalfundi.
14. gr.
Óskir um stofnun nýrra deilda skulu berast til stjórnar félagsins til samþykktar. Stjórn skal bera samþykki um
stofnun deildar upp á aðalfundi.
15. gr.
Stjórn félagsins ásamt formönnum deilda mynda framkvæmdastjórn félagsins. Framkvæmdastjórnarfundi skal
halda að minnsta kosti annan hvern mánuð og skal halda sérstaka gjörðabók um þá. Á framkvæmdastjórnarfundum
skulu stjórn og deildir gera grein fyrir starfi sínu og stöðu fjármála.
16. gr.
Stjórnir deilda skulu vinna að eflingu íþróttagreina, hver á sínu sviði.
Stjórnir deilda sjá um ráðningu þjálfara og annarra til sinna starfa ef þurfa þykir, (og greiðir laun þeirra). Allir
samningar, hverju nafni sem nefnast, sem innihalda greiðslur til þjálfara, leikmanna eða starfsmanna skulu lagðir
fyrir aðalstjórn til staðfestingar.
Stjórnir deilda sjá um daglegan rekstur þeirra, skal hver deild sjá um sig sjálf fjárhagslega og hefur tekjur af:
a) Æfingagjöldum
b) Styrktarfélagsgjöldum
c) Ágóða af íþróttamótum viðkomandi deildar.
d) Aðalstjórn vegna sameiginlegra tekna félagsins
e) Öðrum tekjuöflunarleiðum sem ekki rekast á við starf annarra deilda.
Upphæð æfingagjalda er háð samþykki stjórnar félagsins.
Hver deild skal tímanlega upplýsa formann eða gjaldkera félagsins um fyrirhugaða fjáröflun deildarinnar hverju
sinni, svo ekki komi til árekstra við aðrar deildir.
17. gr
Hver deild skal halda gjörðabók um alla fundi, keppni og annað markvert sem fram fer innan deildarinnar. Í lok
hvers starfsárs skal draga það fram sem markverðast er saman, sem síðan skal tekið upp í sameiginlegri skýrslu
félagsins. Stjórn félagsins tilkynnir um lokaskil á þessum skýrslum.
18. gr.
Stjórn félagsins ber að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í hvívetna.
Stjórn félagsins sem fer með umboð félagsins milli aðalfunda hefur eftirfarandi meginverkefni:
Reikningar
19. gr.
Gjaldkeri félagsins fer með prókúru þess. Gjaldkerar deilda fara með prókúru viðkomandi deilda.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Þar sem starfsár deilda er annað en reikningsárið, skulu viðkomandi deildir
skila milliuppgjöri um áramót, en fullnaðaruppgjöri við lok starfsárs.
Ársreikningur UMF.Snæfells innihalda alla starfsemi þess, þ.e. stjórnar og deilda.
Hver deild skilar reikningum sínum uppsettum til gjaldkera stjórnar a.m.k. tveim vikum fyrir aðalfund. Gjaldkeri
stjórnar gengur frá reikningum félagsins í heild, uppsettum, í hendur endurskoðanda félagsins a.m.k. viku fyrir
aðalfund.
Aðalfundur
20. gr.
Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í málefnum þess. Aðalfund skal halda eigi síðar en 15. mars ár hvert. Til
aðalfundar skal boðað með minnst viku fyrirvara með almennum auglýsingum. Jafnframt skal auglýst hvar félagar,
er þess óska, geti nálgast reikninga félagsins og lagabreytingar. Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og
tillögurétt hafa allir skuldlausir félagar. Kjörgengi til aðalfundar og stjórnarstarfa hafa skuldlausir félagar er
verða 16 ára á árinu og eldri. Atkvæði á aðalfundi hafa skuldlausir félagar er verða 15 ára á árinu og eldri. Stjórn
sker úr um kjörgengi félaga.
21. gr.
Tillögur til breytinga á lögum félagsins skulu berast stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund, og skulu þær
undirritaðar af flytjendum. Heimilt er að taka fyrir á aðalfundi tillögur til breytinga á lögum félagsins sem síðar
koma fram ef 2/3 hluti atkvæðisbærra fundarmanna er því samþykkur.
Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum mála, nema þegar um er að ræða breytingar á lögum
félagsins, sem þurfa samþykki 2/3 hluti atkvæðisbærra fundarmanna.
Kosningar til embætta innan stjórnar skulu vera skriflegar/leynilegar ef fleiri en einn er í kjöri til embættis.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Fundur Settur
2. Athugað kjörgengi fundarmanna.
3. Kosinn fundarstjóri.
4. Kosinn fundarritari.
5. Deildir flytja ársskýrslur sínar.
6. Stjórn flytur ársskýrslu félagsins.
7. Umræður um liði 5 og 6
8. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
9. Umræður um lið 8 og afgreiðsla.
10. Verðlaunaafhending.
11. Lagabreytingar/reglugerðir (ef fyrir liggja)
12. Ákvörðun um félagsgjald/árgjald
13. Stjórnarkjör.
a) Kosinn formaður.
b) Kosinn gjaldkeri.
c) Kosinn ritari.
d) Kosinn meðstjórnandi
e) Kjörnir tveir varamenn.
f) Staðfesting á stjórnum deilda.
14. Kjörnir tveir endurskoðendur og tveir til vara.
15. Önnur mál.
16. Fundargerð lesin upp til samþykktar.
17. Fundarslit.
Fundarstjóri getur ákveðið að ávörp gesta fari fram á milli ofangreindra liða, þyki það henta.
Ýmis ákvæði.
22. gr.
Stjórn félagsins setur reglugerðir um val á íþróttamanni ársins, um viðurkenningar á vegum félagsins s.s.
heiðursfélaga, og aðrar þær reglugerðir sem þurfa þykir til nánari útlistinga á lögum þessum. Reglugerðir skal bera
upp á aðalfundi til samþykktar.
23. gr.
Verði einhver deild félagsins lögð niður, skulu eignir hennar ganga til stjórnar til ráðstöfunar. Verði félagið lagt
niður skulu eignir þess afhentar Stykkishólmsbæ til varðveislu og afhendast síðar félagi er stofnað yrði með
hliðstæðum markmiðum.
24. gr.
Aga- og siðanefnd félagsins er tilnefnd á aðalfundi félagsins til eins árs í senn. Hún skal skipuð formanni félagsins
ásamt fjórum öðrum aðilum, tveimur af hvoru kyni sem ekki eru tengdir stjórnum félagsins. Kjósa skal tvo
varamenn, einn af hvoru kyni. Komi upp mál sem vísað er til nefndarinnar hefur formaður og stjórn viðkomandi
deildar sem málið tengist, rétt á að koma á fund með siða- og aganefnd og koma skoðunum þeirra á framfæri.
Hvorki formaður né stjórnarmenn viðkomandi deildar skulu sitja fund þar sem endanleg niðurstaða er rædd og
tekin. Við meðferð máls er nefndinni heimilt að leita sér upplýsinga eða aðstoðar utan félagsins um hvað eina sem
má verða til að upplýsa um málavexti. Nefndin skal hafa siðareglur félagsins til hliðsjónar þegar mál eru tekin
fyrir. Aðila skal ávallt gefinn kostur á að koma að sínu sjónarmiði áður en mál er tekið til afgreiðslu.
25. gr.
Tryggingar iðkenda:
Upplýsingar um tryggingar íþróttamanna/iðkenda.
Almenna reglan er sú að íþróttamenn undir 16 ára aldri eru fyrst og fremst á ábyrgð foreldra. Félagið sér ekki um
að tryggja iðkendur sína. ÍSÍ greiðir hins vegar bætur til iðkenda 16 ára og eldri skv. reglugerð um greiðslu bóta
vegna íþróttaslysa. Foreldrar ættu að kynna sér hvar þeir standa og huga að því að tryggja sig gagnvart slysum
barna sinna í íþróttum.
26. gr.
Lögum þessum er ekki hægt að breyta nema á aðalfundi félagsins. Þau öðlast þegar gildi og eru jafnframt eldri lög
félagsins úr gildin fallin.
Samþykkt á aðalfundi 18. mars 2024
Lög samþykkt í janúar 1991
Breyting á 16. grein í febrúar 1995
Breyting á 2. og 10. grein í maí 2010
24. grein varð að 25. grein í maí 2010 þar sem ný 24. grein var samþykkt
25. grein varð að 26. grein í apríl 2011 þar sem ný 25.grein var samþykkt
Breyting á 12., 15, og 20. grein í mars 2024