Klósettpappírssala í kvöld!
Snæfellingar í ganga í hús í kvöld (þriðjudaginn 17. desember) frá klukkan 18:30 og selja klósettpappír og eldhúsrúllur.
Kæru stuðningsmenn.
Í gær var gleði dagur, þá kom saman hópur leikmanna að skrifa undir samninga fyrir komandi tímabil.
Hjá Meistaraflokk karla voru það fyrirliðinn Snjólfur Björnsson sem framlengdi samning sinn við liðið, einnig framlengdi einn efnilegasti leikmaður landsins Sturla Böðvarsson, Aron Ingi, Eyþór Lár og Viktor Brimir framlengdu einnig og eru það mikil gleðitíðindi. Ungu mennirnir Eyþór Jose, Margeir Bent, Hjörtur Jóhann og Magni Blær framlengdu einnig. Við bjóðum svo nýliðann Bæring Breiðfjörð velkominn í hópinn, en hann skrifaði einnig undir.