
Mikil eftirvænting var fyrir 1. leik tímabilsins og voru það gestirnir sem mættu vel stemmdir til leiks í gærkvöldi, þeir sýndu frá fyrstu mínútu baráttu og leikgleði sem einkenndi leik þeirra megnið af leiknum. Snæfellsmenn áttu hins vegar erfitt með að finna taktinn framan af og virtist einhver deifð ríkja yfir liðinu ólíkt því sem búast má við í fyrsta leik tímabilsins.
Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem okkar menn náðu að kveikja almennilega í sér, leiddir áfram af Juan Navarro, sem barðist vel allan leikinn og skoraði 28 stig. Þessi góði lokasprettur dugði til að snúa leiknum við gegn kraftmiklum Fylkismönnum sem sýndu að þeir eru til alls líklegir í vetur.
Leikgleði og barátta einkenndu leik Fylkis, og ef þeir halda þessari orku geta þeir strítt flestum liðum deildarinnar. Sterkt hjá okkar mönnum að klára leikinn í gær og það voru kaflar í seinni hálfleik þar sem liðið leit mjög vel út, sérstaklega þegar baráttan, einbeiting og samskipti milli manna í vörninni small um miðjan 4. leikhluta. Í kjölfar fór boltinn að ganga betur á milli manna og meiri yfirvegun í sókninni sem skilaði Snæfells strákum góðum körfum og mikilvægum 2 stigum.
Þess má geta að mætingin á leikinn var mjög góð sem er virkilega ánægjulegt!
Stigahæstu leikmenn Snæfells: