
Strákarnir sýndu góða takta í fyrsta leik 8. liða úrslita gegn Hamri í Hveragerði, framundan er heimaleikur þriðjudaginn 1. Apríl kl 19:15 og viljum við endilega sjá fjölmenni í stúkunni.
Atkæðamestu menn voru Khalyl með 35 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar, 5 stolnir, 2 varin skot og 40 í framlagspunkta. Matt var með 19 stig, 8 fráköst, 2 stoðsendingar og 14 framlagspunkta. Sturla sýndi frábæran leik með 18 stig, 2 fráköst og 14 framlagspunkta. Þrátt fyrir að vera aðeins 17. ára þá sýndi Sturla að hann er meira en tilbúinn í verkefnið. Alex Rafn kom svo með áræðni og baráttu sem er svo mikilvægt í úrslitakeppninni með 10 stig, 8 fráköst og 17 framlagspunkta.
Á vef KKÍ er hægt að rýna frekar í tölfræði leiksins https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/KKI/2641245/bs.html
Svo er einnig hægt að sjá viðtal við Gunnlaug þjálfara á Karfan.is sem tekið var eftir leik í Hveragerði https://www.karfan.is/hlakka-til-ad-maeta-theim-aftur-a-thridjudaginn/