
Snæfell – ÍA
Snæfell fær ÍA í heimsókn á föstudaginn 7. febrúar. Skagamenn hafa unnið 7 leiki í röð og eru í frábærum…
Snjólfur Björnsson er uppalinn Snæfellingur. Hann hefur stundað körfubolta frá unga aldri en kom nýverið aftur heim í Snæfell. Snjólfur er frábær leiðtogi innan vallar sem utan, góður varnarmaður og mikill baráttujaxl. Snjólfur er fyrirmynd þegar kemur að æfingum og leikjum, hann leggur sig mikið fram alla daga og er alltaf tilbúinn til þess að fræða yngri leikmenn. Snjólfur er dæmigerður Snæfellingur sem fer í öll störf til þess að hjálpa og gera félagið betra. Hann er einnig fyrirliði karlaliðs Snæfells í körfuknattleik. Snjólfur er góð fyrirmynd fyrir unga iðkendur og mikill félagsmaður.