
Meistaraflokkur kvenna skráir sig til leiks
Eins og birtist í fréttum á dögunum hefur Snæfell ákveðið að tefla fram liði í 1. deild kvenna á næstu…
KKD. Snæfells óskar stuðningsfólki gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir allt gamalt og gott. Núna hefst seinni hluti tímabilsins hjá strákunum. Fyrsti leikur eftir gott frí er á heimavelli á móti Fjölni. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni og er þetta sannkallaður fjögurra stiga leikur.
Við viljum hvetja stuðningsfólk Snæfells til að fjölmenna og hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum á nýju ári. Þ.B. Borg-ararnir verða á sínum stað frá kl. 18:45 á fimmtudaginn. Öll fjölskyldan í mat og á körfuboltaleik hljómar eins og frábær kvöldstund.
Áfram Snæfell!