Leikdagur!

janúar 5, 2025

KKD. Snæfells óskar stuðningsfólki gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir allt gamalt og gott. Núna hefst seinni hluti tímabilsins hjá strákunum. Fyrsti leikur eftir gott frí er á heimavelli á móti Fjölni. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni og er þetta sannkallaður fjögurra stiga leikur.

Við viljum hvetja stuðningsfólk Snæfells til að fjölmenna og hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum á nýju ári. Þ.B. Borg-ararnir verða á sínum stað frá kl. 18:45 á fimmtudaginn. Öll fjölskyldan í mat og á körfuboltaleik hljómar eins og frábær kvöldstund.

Áfram Snæfell!

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!