Strákarnir í meistaraflokk Snæfells mæta Hamri frá Hveragerði í kvöld í síðasta leik ársins.
Hamar er í þriðja sæti deildarinnar og eru með frábært lið. Strákarnir eru staðráðnir í því að skilja allt eftir á gólfinu til þess að fara á fleygiferð í jólafrí.
Okkur langar að hvetja alla Snæfellinga til að mæta og öskra strákana áfram!
Snúum bökum saman og búum til alvöru stemmningu.
Þ.B. Borg hefur staðið frábærlega við bakið á Snæfell í vetur og verða Þ.B.Borg -arar til sölu á slikk hjá okkur í Hólmkjör (Snæfellssjoppan) – auk þess verður ýmislegt til sölu.
Jólasveinarnir eru sérstaklega minntir í nýja og flotta Snæfells skrautið á Crocs skó.
Enn eitt árið á enda og við skulum njóta þess að hafa þessa frábæru afþreyingu í bænum okkar, eins og við höfum séð í gegnum árin þá er það ekki sjálfgefið.