Snæfell sigraði KV í 9. umferð 1. deildar karla í körfubolta. Virkilega góður liðssigur hjá strákunum og voru margir leikmenn að leggja í púkkið. Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari stýrði liðinu og Sveinn Arnar aðstoðaði hann í fjarveru Gunnlaugs sem tók út eins leiks bann og Guðna aðstoðarþjálfara sem var erlendis. Strákarnir sýndu á löngum köflum góða vörn og baráttu. Sérstaklega gaman var að sjá hversu leikmenn liðsins voru tilbúnir að leggja sig fram og hafa gaman að því að spila körfubolta. Með sigrinum náðu strákarnir að vinna sinn annan leik í röð og þriðja sigurinn í deildinni af níu leikjum.
Það eru tveir deildarleikir eftir fyrir áramót ásamt leik í 16 liða úrslitum VÍS-bikarsins. Meira um þessa leiki síðar.
Mynd: Bæring Nói Dagsson