
Snæfell tók á móti Fjölni í 1. deild karla í kvöld og úr varð gríðarlega skemmtilegur körfuboltaleikur. Heimamenn spiluðu sinn besta leik tímabilsins, lögðu sig 100% fram frá fyrstu mínútu og sýndu stemningu og liðsheild sem stuðningsmenn hafa lengi beðið eftir. Snæfellsliðið kastaði sér eftir lausum boltum, spiluðu flottan varnarleik og lék á tíðum frábæran sóknarleik.
Fjölnir leiddi 27–26 eftir fyrsta leikhluta en Snæfell spiluðu mjög vel í 2. leikhluta. Góð hreyfing á boltanum, traust ákvarðanataka og grimmd í fráköstum sköpuðu muninn og heimamenn fóru með 57–52 forskot inn í hálfleik.
Smá hikst koma á okkar menn í byrjun 3. leikhluta en menn voru fljótir að ná úr sér skrekkinn og rétta sig af. Þriðji hlutinn endaði 17–18 fyrir Fjölni, en í fjórða leikhluta steig Snæfell upp og sýndi mikla baráttu. Liðið spilaði frábæran vörn! Juan Luis kastaði sér hvað eftir annað í gólfið eftir boltanum og sóknarlega voru menn skynsamir og þolinmóðir, liðið setti 31 stig á lokasprettinum og gerði þar með út um leikinn með 105–98 sigri.
Stemningin í liðinu var frábær í kvöld – leikmenn hvöttu hvern annan áfram og margir áttu sinn besta leik í vetur.

Bekkurinn átti einnig sín augnablik – sérstaklega Bjarki Steinar sem kom inn með 5 stig á 13 mínútum og flotta vörn.
Ítarlegri tölfræði: https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/KKI/2668763/bs.html