Snæfell tryggði sér öruggan sigur á Vestra 87–62

október 12, 2025

Snæfellsstelpur sýndu frábæran leik á laugardaginn þegar þær lögðu Vestra með 25 stiga mun á heimavelli, 87–62. Liðið byrjaði af krafti, hélt góðum takt út allan leikinn og leyfði gestunum aldrei að komast almennilega inn í leikinn.

Anna Soffía Lárusdóttir átti magnaðan leik með 26 stig, 8 fráköst og 3 blokk og 2 stolna bolta ásamt því að vera með frábæra skotnýtingu í leiknum. Valdís Helga Alexandersdóttir bætti við 12 stigum, 5 fráköstum og 3 stolnum, á meðan Rebekka Rán Karlsdóttir, fyrirliði liðsins, var stöðug með 8 stig og 4 stoðsendingar.

Díana Björg Guðmundsdóttir skoraði 9 stig, Ellen Alfa Högnadóttir sýndi að hún hefur engu gleymt og var hún með 5 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Katrín Mjöll Magnúsdóttir setti niður 8 stig á aðeins sjö mínútum.

Stelpurnar byrja því tímabilið með 2 sigrum og eru að spila flottan bolta undir stjórn Haiden Palmer.

Sjá nánar tölfræði leiksins með því að smella á hlekkinn hér að neðan: https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/KKI/2669078/bs.html#ASFSK

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!