Snæfell tryggði sér sigur á KV í spennandi bikarleik

desember 15, 2025

Snæfell hafði betur gegn KV í VÍS bikar karla í Stykkishólmi í gærkvöldi, 96–86, eftir baráttumikinn og skemmtilegan leik. Heimamenn voru skrefinu á undan stóran hluta leiksins og sýndu styrk sinn þegar mest á reyndi.

Leikurinn var jafn framan af og staðan 46–41 Snæfelli í vil í hálfleik. KV hélt áfram að veita mikla mótspyrnu í þriðja leikhluta, en Snæfell svaraði fyrir sig í þeim fjórða með öflugum lokakafla þar sem liðið skoraði 33 stig og tryggði sér sigurinn.

Jakorie Smith. fór mikinn fyrir Snæfell með 35 stig og 11 fráköst, á meðan Aytor Johnson Alberto bætti við 27 stigum og Juan Luis Navarro skilaði 14 stigum, 11 fráköstum og 5 stoðsendingum. Sturla Böðvarsson bætti svo við 10 stigum, 10 fráköstum og 1 varið skot. Snæfell var sterkt í teignum með 48 stig og 48 fráköst, liðið nýtti einnig hraðaupphlaup sín vel í kvöld.

Með sigrinum tryggði Snæfell sér sæti í næstu umferð bikarkeppninnar sem eru 8 liða úrslit.

Mikill batamunur er á leik liðsins og liðið komið á gott ról, vörnin er orðinn allt önnur og svo hefur boltinn verið mun meira fljótandi milli manna og sóknarleikurinn batnað til muna.

Ítarlegri tölfræði: https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/KKI/2775761/bs.html#ASFSK

Næsti leikur liðsins er svo gegn Hamri í Hveragerði 19. Desember kl. 19:15

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!