
Það var líf og fjör á Meistaravöllum þegar nýstofnað körfuboltalið KV tók á móti okkar stelpum í spennandi leik sem sveiflaðist á milli liða frá upphafi til enda.
Snæfell hafði undirtökin lengst af í fyrri hálfleik og náði mest 14 stiga forystu, en KV-liðið sýndi mikla baráttu í þeim síðari og sneri leiknum sér í vil. Þær leiddu mest með sex stigum og voru tveimur stigum yfir eftir körfu frá Elfu Falsdóttur, 62–60, þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka.
Lokasekúndurnar voru æsispennandi þar sem Adda Sigríður Ásmundadóttir smellti í þrist og Rebekka Rán Karlsdóttir kláraði síðan leikinn af vítalínunni og tryggði Snæfelli sigurinn, 62–64. í fyrsta leik tímabilsins hjá okkar konum undir stjórn Haiden Palmer.
Tölfræði Snæfells í leiknum: Anna Soffía Lárusdóttir 22/12 fráköst, Valdís Helga Alexandersdóttir 22/8 fráköst/6 stolnir, Adda Sigríður Ásmundsdóttir 10/6 fráköst, Natalía Mist Þráinsdóttir 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 3/7 stoðsendingar, Díana Björg Guðmundsdóttir 1/5 fráköst
Nánari tölfræði leiksins https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/KKI/2669072/