Tap í síðasta leik stelpnanna gegn Selfossi

janúar 27, 2026

Snæfell mátti þola tap gegn Selfossi, 71–55, í leik þar sem slök skotnýting reyndist liðinu afar erfið þrátt fyrir góða baráttu og yfirburði í fráköstum. Leikurinn var jafn framan af, en Selfoss nýtti sóknir sínar betur og byggði smám saman upp öruggt forskot.

Anna Soffía Lárusdóttir var atkvæðamest í liði Snæfells og skilaði sterkri frammistöðu með 21 stig, 14 fráköst. Hún bar hitann og þungann í sókninni og var stöðug ógn undir körfunni. Natalía Mist Þráinsdóttir kom einnig vel inn í leikinn með 11 stig og 8 fráköst, auk þess sem hún sýndi góða nýtingu úr þriggja stiga skotum. Spennandi leikmaður þar á ferðinni.

Valdís Helga Alexandersdóttir barðist vel á báðum endum vallarins og endaði með 12 stig og 12 fráköst, en skotnýtingin utan af velli var þó slök. Ellen Alfa Högnadóttir barðist vel allann tímann, skoraði 6 stig, spilaði góða vörn eins og ávallt en var smá óheppin í sínum færum, hún gaf 4 stoðsendingar og tók 5 fráköst.

Snæfell átti í erfiðleikum með skotnýtingu í leiknum eins og áður sagði, aðeins 28% utan af velli, sem reyndist dýrt gegn skipulögðu og sterku Selfossliði. Gestirnir voru leiddir af Jessicu Tomasetti sem átti frábæran leik með 22 stig, 8 stoðsendingar og 12 fráköst, ásamt því að hún fékk að stjórna tempói leiksins.

Þrátt fyrir tapið sýndi Snæfellsliðið góða baráttu í fráköstum og var margt jákvætt í þeirra leik sem lofar góðu fyrir næstu leiki.

Ísak Ólafsson mætti og tók þessar flottu myndir og þökkum við honum kærlega fyrir það

fhttps://www.facebook.com/photo?fbid=1699540928007452&set=pcb.1699543474673864

Það er mikilvægt að hafa góðan hóp fólks í kringum okkur í hinum ýmsu sjálfboðaliðastörfum, öðruvísi gengur þetta ekki. Við erum þakklát fyrir ykkur 🏀

Staðan í deildinni: https://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Deildir-flokkar?league_id=231

Áfram Snæfell

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!