
Snæfell laut í lægra haldi fyrir Breiðabliki í fjörugum leik, lokatölur urðu 110–105. Leikurinn var hraður og sóknarmiðaður, þar sem Breiðablik leiddi stærsta hluta leiksins, Snæfells liðið var mest 15 stigum undir í 3. Leikhluta. Í byrjun 4. Leikhluta leiddu Breiðablik mest 86 – 72 en þá hófst áhlaup heimamanna þar sem Jakorie Smith og Juan Navarro fór á köstum, Jakorie raðaði þristum eftir sendingar Juans og náðu okkar menn að jafna í 95 – 95 þegar 2:45 mín voru eftir af leiknum. Nær komust okkar menn ekki og sigldu blikar sigrinum heim.

Jakorie Smith átti stórleik fyrir Snæfell og lauk leik með heil 50 stig, hann var með frábæra skotnýtingu og hélt liðinu inni í leiknum allt til loka. Juan Luis Navarro var einnig öflugur, skilaði 19 stigum, 13 fráköstum og heilum 12 stoðsendingum og stjórnaði leiknum af mikilli yfirvegun. Ísak Örn Baldursson bætti við 15 stigum, var öruggur á vítalínunni og lagði hart að sér í varnarleiknum.
Snæfell skaut vel í leiknum, 47% úr leik og 38% í þristum, en Breiðablik var skrefinu á undan þegar á heildina var litið. Gestirnir voru leiddir af Vojtěch Novák sem skoraði 30 stig af mikilli skilvirkni, ásamt Loga Guðmundssyni og Sölva Ólasyni sem lögðu sitt af mörkum á lykilstundum.
Þrátt fyrir tapið sýndi Snæfellsliðið frábæran endasprett og flotann sóknarleik en varnarleikurinn er svolítið að stríða okkar mönnum, reynsla Breiðabliks og breidd réðu úrslitum í lokin.
Snæfell er í 9. sætinu eins og er.
Staðan í deildinni: https://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Deildir-flokkar?league_id=191&season_id=130402
Ísak Ólafsson tók þessar flottu myndir og þökkum við honum kærlega fyrir:
https://www.facebook.com/photo/?fbid=1698227821472096&set=pcb.1698235311471347
