Snæfell fær Selfoss í heimsókn

janúar 22, 2025

Snæfell og Selfoss mætast í sannkölluðum 6 stiga leik í Stykkishólmi á föstudaginn (24. jan). Liðin eru jöfn á botninum með 6 stig ásamt Skallagrím. Það er því til mikils að vinna í þessum leik og biðlum við til stuðningsfólks að fjölmenna á leikinn og öskra strákana áfram! Selfoss vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum eftir æsispennandi lokamínútur á Selfossi. Allir leikmenn eru klárir í bátana eftir erfiðar vikur í veikindum.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og hægt verður að kaupa Þ.B.Borg-ara frá klukkan 18:45 og góðgæti í sjoppunni.

Í báðum liðum eru nýjir leikmenn, Matt Treacy nýr leikmaður Snæfells spilaði sinn fyrsta leik á móti Ármenningum og lofaði mjög góðu. Hann kemur með nýjar víddir í leik Snæfells og fær aðra leikmenn til þess að fara upp á tærnar og berjast fyrir liðið.
Í liði Selfoss er einnig nýr leikmaður og sá leikmaður er ekkert slor, Tony Wroten sem spilaði 145 leiki í NBA og þarf af 35 í byrjunarliði, á NBA ferlinum skoraði hann 11 stig að meðaltali. Hann kemur til með að trekkja að á flestum stöðum sem hann mætir. Nú er bara spurning hvort Tony Wroten verði kominn með leikheimild og spili leikinn á móti Snæfell.

Áfram Snæfell – fjölmennum á leikinn!

FRÉTTIR

Fylgstu með nýjustu fréttum Snæfells!

Skráning í Snæfell

Smelltu á takkann til þess að skrá barnið þitt í Snæfell

Styrkja SNÆFELL

Hvert framlag skiptir máli og hjálpar að skapa tækifæri fyrir íþróttafólkið okkar. Ef þú vilt spjalla frekar, geturðu sent okkur tölvupóst hér!