Markmið félagsins með siðareglum er að veita félagsmönnum sínum almennar leiðbeiningar í leik og starfi. Þær eru hluti af þeim anda sem á að vera ríkjandi í félaginu og þurfa að njóta almenns stuðnings meðal félagsmanna. Siðareglurnar skulu vera hvetjandi og leiðbeinandi í senn og skal kynna öllum félagsmönnum.
Reglurnar eru ekki eingöngu leiðbeinandi heldur getur brot á þeim haft í för með sér refsingu, allt eftir alvarleika brots.
Foreldri/forráðamaður, hafðu ávallt hugfast að:
- Barnið þitt er í íþróttum vegna eigin ánægju en ekki til að gleðja þig.
- Hvetja barnið þitt til þátttöku í íþróttum, ekki þvinga það.
- Hrósa öllum iðkendum á meðan æfingu, leik eða keppni stendur, ekki aðeins þínu barni.
- Hvetja börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs. Ekki gera grín að barni eða hrópa að því ef mistök eiga sér stað.
- Virða rétt hvers barns, óháð kyni, kynstofni eða trúarbrögðum.
- Börn læra mest af því að framkvæma. Lærðu að meta góða frammistöðu allra barna í hópnum.
- Vera börnum fyrirmynd í því að taka ósigri af æðruleysi, taka sigri hrokalaust og sýna mótherjum kurteisi.
- Bera virðingu fyrir störfum þjálfarans, ekki reyna að hafa áhrif á störf hans meðan á leik eða keppni stendur.
- Líta á dómarann sem leiðbeinanda barna, ekki gagnrýna ákvarðanir hans.
- Spyrja barnið hvort keppnin eða æfingin hafi verið skemmtileg eða spennandi, úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið.
- Læra að meta þátttöku sjálfboðaliða hjá félaginu því án þeirra hefði barnið þitt ekki möguleika á að stunda æfingar og keppni með félaginu.
- Taka vel í þegar þú ert beðinn um aðstoð af félaginu og vera virkur þátttakandi í verkefnum sem snúa að rekstri félagsins.
Iðkendur á öllum aldri – Þú ættir að:
- Gera alltaf þitt besta.
- Virða alltaf reglur og venjur varðandi heiðarleika í íþróttum.
- Taka þátt í íþróttum á eigin forsendum en ekki vegna þess að foreldrar þínir eða þjálfari vilja það.
- Sýna öllum iðkendum virðingu, jafnt samherjum sem mótherjum.
- Forðast þrætur eða deilur við dómara og aðra starfsmenn leiksins/mótsins. Virtu ákvarðanir þeirra.
- Sýna öðrum virðingu og vera heiðarlegur og opinn gagnvart þjálfara og forystufólki félagsins sem ber ábyrgð á þér við æfingar og keppni.
- Forðast neikvætt tal eða niðurlægjandi köll um mótherja, samherja, dómara, þjálfara eða starfsmenn félagsins.
- Koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
- Mæta á réttum tíma á æfingar, keppnir eða annað sem viðkemur félaginu.
Að auki fyrir eldri iðkendur – Þú ættir að:
1. Hafa heilbrigði alltaf að leiðarljósi. Forðast að taka áhættu varðandi heilsu þína með því að neyta ólöglegra lyfja til að bæta árangur þinn.
- Bera virðingu fyrir hæfileikum og getu annarra. Forðast neikvæð ummæli og skammir óháð kyni, kynþætti, stjórnmálaskoðunum, trúarbrögðum og kynhneigð
- Vera heiðarlegur og opinn í samvinnu við þjálfara og aðra sem styðja þig.
- Taka sjálfur höfuðábyrgð á framförum þínum og þroska.
- Vera ávallt til fyrirmyndar varðandi framkomu og hafa ávallt hugfast að þú er fyrirmynd yngri iðkenda jafnt utan vallar sem innan.
- Samþykkja aldrei eða sýna ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
- Forðast náin samskipti við þjálfara þinn.
- Sýna ávallt öðrum virðingu, jafnt í meðbyr sem mótbyr.
Þjálfari:
- Meðhöndlaðu alla iðkendur á einstaklingsgrunni og á þeirra eigin forsendum. Hafa ber í huga að þú ert að byggja upp fólk, bæði líkamlega og andlega.
- Styrktu jákvæða hegðun, framkomu og gagnrýni. Byggðu upp á jákvæðan hátt.
- Sjáðu til þess að þjálfun og keppni sé við hæfi iðkenda með tilliti til aldurs, reynslu og hæfileika.
- Haltu á lofti heiðarleika innan íþróttarinnar.
- Viðurkenndu og sýndu virðingu þeim ákvörðunum sem dómarar taka.
- Fáðu iðkendur til að vera með í ákvörðunum sem tengjast þeim. Kenndu þeim að bera ábyrgð á eigin hegðun og framförum í íþróttinni.
- Vertu jákvæður, réttlátur, umhyggjusamur og heiðarlegur gagnvart iðkendum þínum.
- Settu ávallt á oddinn heilsu og heilbrigði iðkenda þinna og varastu að setja þá í aðstöðu sem ógnað gæti heilbrigði þeirra.
- Talaðu alltaf gegn neyslu áfengis, tóbaks og notkunar ólöglegra lyfja.
- Sýndu athygli og umhyggju þeim iðkendum sem orðið hafa fyrir meiðslum.
- Leitaðu samstarfs við aðra þjálfara og sérfræðinga þegar þess þarf og viðurkenndu rétt iðkandans til að leita ráða frá öðrum þjálfurum.
- Samþykktu aldrei ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
- Beittu aldrei kynferðislegri áreitni né vertu í nánu samband við iðkanda þinn.
- Taktu aldrei að þér akstur yngri iðkenda, hvorki á leiki né æfingar, nema með leyfi foreldra.
- Forðastu samskipti gegnum síma og Internetið nema til boðunar æfinga og upplýsingagjafar.
- Vertu meðvitaður um hlutverk þitt sem fyrirmynd, bæði utan vallar og innan.
- Komdu eins fram við alla iðkendur, óháð kyni, kynþætti, stjórnmálaskoðunum, trúarbrögðum og kynhneigð.
- Notfærðu þér aldrei aðstöðu þína sem þjálfari til að uppfylla eigin áhuga á kostnað iðkandans.
- Forðastu að koma þér í þá aðstöðu að vera einn með iðkanda nema um fyrirfram ákveðina æfingu sé að ræða.
Stjórnarmaður/starfsmaður:
- Stattu vörð um anda og gildi félagsins og sjáðu um að hvort tveggja lifi áfram meðal félagsmanna.
- Hafðu ávallt í huga að í félaginu er verið að byggja upp fólk.
- Komdu fram við alla félagsmenn sem jafningja, óháð kyni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, litarhætti og kynhneigð.
- Hafðu lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri.
- Haltu félagsmönnum vel upplýstum og gerðu félagsmenn að þátttakendum í ákvarðanatöku eins og hægt er.
- Vertu ávallt til fyrirmyndar varðandi hegðun og framkomu, bæði innan félags og utan.
- Taktu alvarlega þá ábyrgð sem þú hefur gagnvart félaginu og iðkendum.
- Farðu ávallt að lögum og reglum við rekstur félagsins.
- Notfærðu aldrei stöðu þína hjá félaginu til eigin framdráttar á kostnað félagsins eða félagsmanna.
- Taktu og beittu gangrýni á jákvæðan hátt.
Við biðjum stuðningsmenn félagsins að:
- Forðast neikvætt tal eða niðurlægjandi köll um mótherja, samherja, dómara, þjálfara eða starfsmenn félagsins.
- Líta á dómarana sem leiðbeinendur, ekki gagnrýna ákvarðanir þeirra á óviðeigandi hátt.
- Viðhafa jákvæða gagnrýni.
- Samþykkja aldrei að sýna ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
Aðalstjórn/aga og siðanefnd getur beitt eftirfarandi viðurlögum við brotum á siðareglum félagsins allt eftir alvarleika brots:
- Tiltal
- Áminning.
- Tímabundinn brottvikning
- Brottrekstur