Karfa

Meistaraflokkar karla og kvenna
Körfuknattleikur kom til Stykkishólms veturinn 1952. Í Árbók íþróttanefndar UMF. Snæfells (1951-1968) kemur fram að kennsla hafi byrjað í körfuknattleik karla og kvenna í janúar byrjun 1952. Þar var Sigurður Helgason í fararbroddi og hér er frásögn hans. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá 1952 og má með sanni segja að Snæfell sé búið að skipa sér sess sem meðal bestu körfuknattleiksfélaga landsins og rita nafn sitt í titlabækurnar. Sterk hefð er komin fyrir íþróttinni í Stykkishólmi og er hún orðin órjúfanlegur partur af bæjarbragnum. Gott barna og unglingastarf er hjá félaginu og hefur það á að skipa meistaraflokksliðum í kvenna- og karlaflokki.

Aðstaða félagsins til æfinga og keppni er ein sú besta á landinu og er heimavöllur Snæfells einn sá allra erfiðasti heim að sækja. Karlalið Snæfells hefur unnið til allnokkra titla í gegnum tíðina á bæði smærri boðsmótum sem og alla stærstu titlana sem í boði eru hjá KKÍ.
 
Upphaf körfuknattleiks í Stykkishólmi (Sigurður Helgason)
 
 
Titlar mfl. karla:
Reykjanes cup invitational meistarar (æfingamót)  2009, 2011, 2012

Meistarar meistaranna 2010

Fyrirtækjabikarinn 2004, 2007, 2010

Hópbílar 2004

Powerade 2007

Lengjan 2010

Deildarmeistarar 2004, 2011

Bikarmeistarar 2008, 2010

Íslandsmeistarar 2010

Titlar mfl. kvenna:

Ljósanæturmótið (æfingarmót) 2012

Lengjubikarmeistarar 2012

 
Leið okkar allra mynd um Íslandmeistaratitill karla 2012

Inniheldur 2 stk DVD diska.

Á öðrum disknum eru þrír leikir.

Leikur 5 KR-Snæfell – oddaleikur í undanúrslitum

Leikur 5 Keflavík-Snæfell – oddaleikur í úrslitum þar sem titilinn vannst

Bikarúrslitaleikurinn í Höllinni á móti Grindavík
 
Á hinum disknum er svo myndin „Leið okkar allra“ þar sem er farið yfir titlana á síðasta tímabili 2009-2010 viðtöl við marga eins og Inga Þór, Hlyn, Rabba, Hafdísi (móður Hlyns) og marga fleiri.

Myndbrot er af æfingum yngri flokka, Mfl kvenna og karla og einnig er Stykkishólmi gerð góð skil.

Ljósmyndalbúm fylgir einnig á diskunum þar sem hægt er að sjá augnablikin fönguð af Þorsteini Eyþórssyn, þegar titlarnir fara á loft og taugarnar þandar í leikjunum.

Þetta er einfaldlega skyldueign Hólmara, Snæfellinga, körfuknattleiksunnanda og ekki síst allra þeirra sem studdu Snæfellinga alla leið.

Myndin er seld í versluninni Heimahorninu og íþróttamiðstöðinni Stykkishólmi og hægt er að hafa samband við stjórnarmenn.
 
Verð. 3500,-