Stutt á milli!

Það getur oft verið stutt á milli hláturs og gráturs. Í gær voru það stólarnir sem hlógu því í þessu atviki er boltinn á leiðinni ofan í körfuna en Myron nær með ótrúlegum hætti að slá hann af hringnum, þetta endaði með fimm stiga sveiflu Tindastól í vil því þeir fóru í sókn og settu þrist. Það getur svo sannarlega verið stutt á milli í körfuboltanum.

Snæfell tindastóll….

Hérna eru reglur um skorða körfu.

Karfa er skoruð þegar knöttur sem er í leik fer í körfuna ofan frá og stöðvar þar eða fer í gegn.

Knötturinn er talinn vera innan körfunnar þegar einhver minnsti hluti hans er innan við og fyrir neðan efri brún hringsins.

Haukur Páll náði þessu á vélina sína, takk fyrir það.

Áfram Snæfell