Anna Soffía er Íþróttamaður Snæfells 2020

Anna Soffía Lárusdóttir hefur verið valin Íþróttamaður Umf. Snæfells árið 2020.

Anna Soffía fór úr því að verða efnileg í það að vera fullmótaður leikmaður með mikinn metnað fyrir sínum leik. Hún var máttarstólpi liðsins í vörninni og fékk ávallt það hlutverk að stoppa helstu skorara andstæðingsins. Styrkur góðra leikmanna er hins vegar að vera góður á báðum endum vallarins en Anna Soffía átti frábæra leiki sóknarlega og var óhrædd að keyra á körfuna í bland við hennar frábæru skot.

Anna Soffía hefur með miklum metnaði og aukaæfingum lyft sínum leik á hærra plan. Hún á nú sjö landsleiki með undir 20 ára og níu landsleiki með undir 16 ára í körfu.

Tölfræði Önnu Soffíu (2019 – 2020)

ÁFRAM SNÆFELL