Bryndís Guðmundsdóttir gengin til liðs við Íslandsmeistara Snæfells

Bryndís Guðmundsdóttir gengin til liðs við Íslandsmeistara Snæfells

Íslandsmeistarar Snæfells fengu heldur betur liðsstyrk í kvöld þegar að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir skrifaði undir samning við félagið.
Bryndís Guðmundsdóttir sem er uppalin Keflvíkingur og hefur leikið alla sína tíð með Keflavík fyrir utan eitt ár þegar að hún lék með KR árið 2012.
Bryndís Guðmundsdóttir var gríðarlega atkvæðamikil 2014 og skoraði þá 23.5 stig í leik. Stjórnir Keflavíkur og Snæfells komust að samkomulagi um vistaskipti landsliðsleikmannsins og samdi Bryndís við Snæfell til 2ja ára.

Snæfell hóf leik gegn Hamarsstúlkum á miðvikudag en þær leika sinn fyrsta leik á heimavelli gegn öflugum nýliðum Stjörnunnar á morgun laugardag 17. október klukkan 15:00. Bryndís verður lögleg í leiknum og bjóðum við Hólmarar hana velkomna til leiks.

2015-10-16 20.40.35