Snæfell tapaði fyrir Keflavík á heimavelli

Snæfell tapaði fyrir Keflavík á heimavelli

Stelpurnar léku fyrir viku síðan gegn Keflavík í bikarúrslitum og steinlágu gegn gríðarlega góðu Keflavíkurliði. Nú voru stelpurnar okkar reynslunni ríkari gegn þeim og var jafnræði á milli liðanna í upphafi og staðan 13-16 eftir fyrsta leikhluta.
Silja Katrín og Hrafnhildur voru ekki með Snæfell í kvöld og hjá Keflavík vantaði Söndru Lind og Marín Laufey. Keflavík náðu svo góðu forskoti með ákafri pressuvörn í upphafi fyrsta leikhluta þegar að þær breyttu stöðunni úr 15-16 í 17-31 á stuttum tíma, staðan í hálfleik 24-40.

Fyrstu fimm stigin í þriðja leikhluta komu frá Önnu Soffíu og Theodóru og minnkuðu þær muninn í 29-40 áður en Keflavík svöruðu með tveimur stigum, Sara Diljá og Rebekka Rán settu sitthvorn þristinn og staðan 35-42. Keflavíkurstúlkur bættu þá heldur betur í og skoruðu 0-15 og leiddu eftir þrjá leikhluta 41-63. Fjórði og síðasti leikhlutinn var svo hnífjafn og Snæfellsstelpurnar stóðu sig ágætlega í leiknum. Lokatölur 51-73.

Stigaskor Snæfells: Rebekka Rán Karlsdóttir 25 stig, Sara Diljá Sigurðardóttir 13, Theodóra Ægisdóttir 8, Anna Soffía Lárusdóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Lísbet Rós 0, Aníta Ýr 0, Kristín Birna 0, Emilía Ósk 0.
Stigaskor Keflavíkur: Bríet 17 stig, Írena 13, Emelía 10, Katla 8, Andrea 8, Guðlaug 5, Þóranna 4, Telma 4, Elfa 2, Tinna 2, Lovísa 0.

Næsti leikur hjá stelpunum er sunnudaginn 21. febrúar klukkan 17:30 gegn Haukum hérna heima í Stykkishólmi