http://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/06/image21-1024x768.jpgMaciej Klimaszewski til liðs við Snæfell

Maciej Klimaszewski til liðs við Snæfell

Maciej Klimaszewski skrifaði í dag undir eins árs samning við Snæfell en þessi hávaxni leikmaður mun fá ærið verkefni næsta vetur að fylla skarð Stefáns Torfasonar í teig Snæfellinga.

Maciej er uppalinn á Hvolsvelli og lék með ’95 landsliði Íslands og er efnilegur leikmaður hérna á ferðinni sem lék síðustu ár með FSu. Maciej skoraði 2.4 stig að meðaltali í leik fyrir FSu á síðustu leiktíð á rúmum 8 mínútum í leik.

Maciej og Gunnar formaður handsala samninginn í blíðviðrinu í dag.