Fréttir af unglingaflokk karla

Fréttir af unglingaflokk karla

Unglingaflokkur karla hefur farið ágætlega af stað og unnið tvo af þremur fyrstu leikjum sínum.

9. október var fyrsti leikur strákanna gegn Njarðvík en sprækir Njarðvíkingar sigruðu 72-80 eftir hörkuleik í Stykkishólmi.

15. október mættu Hattarmenn í Hólminn og sigruðu strákarnir þann leik 76:69 þar sem Snæfell náðu góðri forystu en með góðri baráttu náðu Hattarmenn að minnka muninn í 3 stig en okkar menn voru sterkari á lokasprettinum.

23. október léku strákarnir í Valsheimilinu og var það sannkallaður spennutryllir. 97-99 sigur eftir að hafa verið yfir 47-61 í hálfleik.

Mikið var skorað af báðum liðum í fyrsta leikhluta og staðan 28-33 fyrir Snæfell. Í hálfleik var staðan 47-61. Strákunum gekk svo mjög illa að skora í þriðja leikhluta og gátu ekki stoppað Valsmenn í vörninni, leikhlutinn 32-14 fyrir Valsmenn sem leiddu 79-75 eftir þrjá leikhluta. Áfram hélt vandræðagangur hjá okkar mönnum og komust Valsmenn yfir 90-80 en þá villaði Friðrik Þjálfi hjá Valsmönnum út og það nýttu Snæfellsstrákarnir sér vel. Þeir minnkuðu muninn hægt og þétt og var síðasta mínútan æsispenndandi. Andrée smellti tveimur þristum og kom muninum í 97-94, Viktor náði eftir gott gegnumbrot að skora en hann misnotaði vítaskotið sem hann fékk að auki og staðan 97-96. Pressa strákanna virkaði og fékk Geir tvö vítaskot eftir að hafa náð sóknarfrákasti, hann nýtti fyrra skotið og staðan 97-97. Valsmenn fengu innkast með 14 sekúndur eftir af leiknum. Í tvígang náði Viktor að slá í boltann og í seinna skiptið slóst boltinn til Árna Elmars sem brunaði upp og skoraði sigurkörfu leiksins 97-99. Valsmenn fengu eitt tækifæri til að sigra eða jafna en skot þeirra var varið og sætur sigur okkar manna í höfn.

Stigaskor í leiknum gegn Valsmönnum:
Andrée Michelsson 38 stig, Viktor Marínó Alexandersson 24, Jón Páll Gunnarsson 12, Árni Elmar Hrafnsson 12, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Tómas Helgi Baldursson 2, Almar Hinriksson 2, Aron Ingi Hinriksson 0, Jakob Breki Ingason 0, Daníel Hussgåard 0, Dawid Einar Karlsson 0.

Stigaskor Valsmanna: Friðrik Þjálfi Stefánsson 29 stig, Sólon 22, Ingimar Baldursson 16, aðrir minna.