http://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/07/dominosdeildin_logo1-150x150.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2016/07/dominosdeildin_logo1-150x150.jpgSpennandi og krefjandi verkefni framundan

Spennandi og krefjandi verkefni framundan

Kæru SNÆFELLINGAR, vinir og vandamenn.

Núna í þessari viku fara fram tveir æsispennandi körfuboltaleikir í Stykkishólmi.

Báðir meistaraflokkarnir fá til sín feikilega góða gesti sem hafa nú í vetur sýnt og sannað getu sína í Domino’s deildunum.

Umræddir gestir hafa fagnað töluverðri velgengni í byrjun móts og munu eflaust freista þess að sækja enn fleiri stig í komandi viðureignum.

Sjöunda umferð Domino’s deild kvenna: SNÆFELL – KEFLAVIK

Veislan hefst miðvikudaginn 2. nóvember kl. 19:15 en þá tekur meistaraflokkur kvenna á móti Keflavík.

Keflavíkonur hafa staðið sig vel í byrjun móts og verður fróðlegt að sjá hvort liðið, sem er undir stjórn Sverris þórs, haldi áfram á sömu braut eða hvort okkur Snæfellingum tekst að að stöðva sigurgöngu Keflavíks.

Við komum til með að tefla fram nýjum leikmanni og hvetjum auðvitað alla stuðningsmenn til að mæta og styðja stelpurnar okkar til sigurs!

Viðburður á Facebook

Fimmta umferð Domino’s deild karla: SNÆFELL – STJARNAN

Seinni leikurinn, sem fer fram fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19:15, verður ekki síður spennandi.

Meistaraflokkur karla fær til sín góða heimsókn úr Garðarbænum.

Stjörnumenn eru taplausir í Domino’s deild karla og tefla fram þeim Hlyni Bæringsyni og Justin Shouse.

Um leið og okkur hlakkar til að fá þessa heiðursmenn í heimsókn til okkar, viljum við auðvitað jafnframt gera þeim eins erfitt fyrir og mögulegt er.

Eða eins og Ingi Þór orðaði það eftir síðasta leikinn í Þorlákshöfn: „Við erum að rembast og við gefumst aldrei upp.“

Kæru Snæfellingar, mætum og styðjum okkar lið til sigurs!

ÁFRAM SNÆFELL!

Viðburður á Facebook