Góður sigur á Stjörnustrákum

Strákarnir í unglingaflokki karla fengu Stjörnustrákanna í heimsókn sunnudaginn 30. október. Fyrir leikinn höfðu Snæfell unnið tvo leiki og tapað einum og Stjörnustrákarnir unnið einn og tapað tveimur.

Leikurinn var jafn í byrjun en í stöðunni 8-5 kom Almar Hinriksson með tvo þrista og Andrée bætti þeim þriðja við og staðan orðinn 22-11. 12 stig frá Andrée tryggðu Snæfell forystu 26-13 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta héldu Snæfellingar forystunni 36-23 en þá kom Guðmundur Ásgeir hjá Stjörnumönnum með fimm þrista og minnkaði muninn í 42-39 á skömmum tíma. Tómas helgi og Viktor Marínó sáu til þess að Snæfell leiddu 46-39 í hálfleik.

Fyrsta karfan í seinni hálfleik kom frá gestunum en Þristur frá Tómasi Helga og Árna Elmari auk sniðskots frá Viktori kom strákunum yfir 54-41. Snæfell leiddu með 10 stigum 62-52 áður en Emil Örn og Grímkell Orri munnkuðu muninn í 62-60 rétt fyrir lok þriðja leikhluta. Andrée setti niður mikilvægan þrist og staðan 65-60 eftir þrjá leikhluta. Í fjórða leikhluta skoruðu Árni Elmar og Jón Páll fyrir Snæfell og leiddu Snæfell á ný með 13 stigum. Stjörnumenn með Guðmund Ásgeir og Brynjar Magnús í fararbroddi sóttu hart að heimamönnum og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Stðan var 75-74 þegar að um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Andrée skoraði þá mikilvæga körfu og staðan 77-74. Grímkell Orri skoraði af harðfylgi og staðan 77-76. Almar Hinriksson skoraði næst fyrir Snæfell eftir flotta sókn og góða hreyfingu undir körfunni 79-76. Brynjar Magnús skoraði fyrir Stjörnuna undir körfunni og staðan 79-78. Stjörnumenn með 15 sekúndur á klukkunni brutu og sendu Andrée á vítalínuna. Hann setti niður annað skotið og staðan 80-78. Stjörnumenn fengu innkast við vítalínuna og brutu Snæfell á þeim áður en þeir komust í skot og því áttu þeir innkast með tvær sekúndur eftir. Brynjar Magnús fór í fadeaway skot sem geigaði og Snæfell unnu í hörkuleik 80-78

Stigaskor Snæfells: Andrée Michelsson 25 stig, Almar Hinriksson 16, Árni Elmar Hrafnsson 13, Viktor Marínó Alexandersson 12, Jón Páll Gunnarsson 6, Tómas Helgi Baldursson 5, Andri Þór Hinriksson 3, Aron Ingi Hinriksson 0, Jakob Breki Ingason 0, Finnbogi Þór Leifsson 0.

Stigaskor Stjörnunnar: Guðmundur Ásgeir 25 stig, Grímkell Orri 23, Brynjar Magnús 17, Emil Örn 6, Aron Fannar 4, Gunnar Sig 2, Szymon 0, Guðjón 0, Óskar Þór 0, Egill Agnar 0, Benedikt 0, Ragnar 0.