9. flokkur drengja úr bikarnum

9. flokkur drengja úr bikarnum

Strákarnir í 9. flokki eru úr leik í bikarnum eftir tap á heimavelli 40-63 gegn Vestra. Strákarnir spila ekki á Íslandsmótinu í 9. flokki heldur í 8. flokki og í 10. flokki. Leikurinn í dag strax í upphafi eign gestanna að vestan en þeir leiddu 4-21 eftir fyrsta leikhluta, Egill Fjölnisson var atkvæðamikill í fyrsta leikhluta og skoraði 13 stig. Snæfellsstrákarnir náðu hrollinum úr sér og fór annar leikhluti 9-11 og staðan í hálfleik 13-32. Ísak Ernir var öflugur í stigaskorinu í þriðja leikluta og skoraði öll 18 stig Hólmara sem töpuðu leikhlutanum 18-20. Jafnræði var svo áfram með liðunum í fjórða leikhluta sem endaði 9-11 og lokatölur 40-63.

Vestrastrákarnir eru því komnir áfram í bikarnum og óskum við þeim góðs gengis.

Stigaskor Snæfells: Ísak Örn Baldursson 23 stig, Ellert Þór Hermundarson 6, Benjamín Ómar Kristjánsson 5, Elvar Áki Ingason 2, Ari Bergmann Ægisson 2, Ingimar Þrastarson 1, Lárus Thor Bogason 1, Kristófer Kort Kristjánsson 0, Valdimar Hannes Lárusson 0.

Stigaskor Vestra: Egill Fjölnisson 22 stig, Hugi Hallgrímsson 12, Hilmir Hallgrímsson 12, Blessed Gil 8, Friðrik Heiðar 3, James Parilla 2, Oddfreyr Ágúst Atlason 2.