http://snaefell.is/wp-content/uploads/2017/01/IMG_5316.jpgUnglingaflokkur vann Val

Unglingaflokkur vann Val

Í gær, mánudag 6. febrúar, léku strákarnir í unglingaflokki gegn Valsmönnum í Stykkishólmi þar sem öðlingurinn Austin Bracey mætti með Valsliðið.

Strákarnir léku gegn Val í fyrri umferðinni og sigruðu þar í hörkuleik 99-97.

Snæfellsliðið byrjaði leikinn í gær gríðarlega sterkt og gerðu í raun út um leikinn í fyrsta leikhluta. Þeir komust í 4-0 en Valsmenn minnkuðu í 4-2. Þá komu sjö þristar frá Snæfell og Árni Elmar með fimm þeirra og staðan 29-4 eftir 5 mínútur.

Snæfellsliðið lék vel og allir fengu flott tækifæri. Staðan eftir fyrsta leikhluta 33-15, í hálfleik 58-33, eftir þriðja leikhluta 91-53 og lokatölur 111-69.

Stigaskor Snæfells: Árni Elmar 22 stig, Geir Elías Úlfur 21 Viktor 19, Aron 18, Jón Páll 8, Andrée 6, Andri Þór 5, Almar Njáll 4, Dawid Einar 4, Finnbogi Þór 2, Tómas Helgi 1, Jakob Breki 0, Daníel 0.

Stigaskor Valsmanna: Ingimar 22, Friðrik Þjálfi 14, Ólafur 10, Gabríel 6, Erik 5, Magnús 4, Hermann 2, Kulio 0.

Staðan á vef KKÍ