Samtök Íþróttafréttamanna á Norðurlöndum í heimsókn

Við fengum heimsókn frá Samtökum Íþróttafréttamanna á Norðurlöndunum um daginn. Ingi Þór Steinþórsson, Þjálfari Snæfells, fór yfir starfið hjá Snæfell og sýndi þeim aðstöðuna í Stykkishólmi.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður samtakanna á Íslandi, var í forsvari fyrir hópinn sem heimsótti svo Ólafsvík og endaði hópurinn daginn á Skaganum.

Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir utan Skúrinn þar sem hópurinn snæddi hádegisverð.