Drengjaflokkur með sigur í fyrsta leik tímabilsins

Fyrsti leikurinn hjá drengjaflokki var í kvöld á móti Fjölni b í Rimaskóla í Grafarvogi.

Fjölnisdrengir hófu leikinn á að skora fyrstu körfuna en okkar menn skoruðu í fljótlega 14 stig gegn aðeins 5 og staðan orðin 8-14. Afmælisdrengurinn Viktor Brimir Ásmundarson setti 11 stig í fyrsta leikhlutanum og leiddu Snæfellsstrákarnir 19-31. Aron Ingi og Andri Þór voru drjúgir í stigaskoruninni en Fjölnismenn löguðu stöðuna þó fyrir hálfleikinn í 44-49.

Fjölnir minnkuðu muninn í 48-51 en eftir að staðan var 55-59 náðu Eiríkur Már og Andri Þór að setja góðar körfur sem skilaði átta stiga mun í lok þriðja leikhluta, 59-67.

Snæfellsstrákarnir hófu fjórða leikhluta af krafti og komstu í 61-79 þar sem Aron Ingi var drjúgur í stigaskoruninni.

Flottur leikur hjá Snæfellsstrákunum og sigruðu þeir leikinn 77-90.

Stigaskor Snæfells í leiknum: Aron Ing 29 stig, Viktor Brimir 15, Andri Þór 13, Eiríkur Már 13, Tómas Helgi 11, Dawid Einar 6, Ellert Hermundar, Vignir Steinn, Guðmundur Hafþórs og Jóel Sigurðarson 0.