http://snaefell.is/wp-content/uploads/2017/11/dominosdeildin_stort.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2017/11/dominosdeildin_stort.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2017/11/dominosdeildin_stort.jpgJúlía Scheving Steindórsdóttir gengur til liðs við Snæfell

Júlía Scheving Steindórsdóttir gengur til liðs við Snæfell

Dominosdeildarlið Snæfells fengu liðsstyrk í vikunni þegar að Júlía Scheving Steindórsdóttir gekk í raðir liðsins frá Njarðvík.

Júlía sem er uppalin Njarðvíkingur hefur ekkert leikið með liðinu í vetur en ætlar að taka slaginn með Snæfell og verður lögleg þegar að Snæfell sækir Keflvíkinga heim næstkomandi miðvikudag 22. nóvember klukkan 19:15.

Júlía Scheving var á síðasta tímabili með 5.1 stig að meðaltali í leik með Njarðvík og var með U-20 ára landsliðinu síðasta sumar.

Í kvöld lék Júlía sinn fyrsta leik með okkar stúlkum í æfingaleik gegn KR í DHL-Höllinni.

Við bjóðum Júlíu velkomna til okkar og óskum henni góðs gengis.