http://snaefell.is/wp-content/uploads/2017/11/IMG_2985.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2017/11/IMG_2985.jpgJón Páll og Geir Elías frá vegna meiðsla

Jón Páll og Geir Elías frá vegna meiðsla

Byrjunarliðsmenn Snæfells þeir Geir Elías Úlfur Helgason og Jón Páll Gunnarsson verða ekki í leikmannahóp Snæfells næstu vikurnar.

Geir Elías fékk andstæðing á sköflunginn með þeim afleiðingum að hann tognaði á liðböndum á hné og verður frá í óákeðin tíma – hugsanlega 2-4 vikur.

Jón Páll sem fékk slæmt högg fyrir tveimur árum á West Side leikum framhaldsskólanna fékk slæmt högg á höfuðið þegar að hann ætlaði að taka ruðning á erlenda leikmann Skallagríms í leik liðanna síðasta mánudag og verður hann frá í 3 – 6 vikur.

Geir Elías hefur leikið vel með Snæfell og skorað 13.s stig að meðaltali, tekið 4.1 fráköst og gefið 3.3 stoðsendingar í leik.

Jón Páll hefur einnig verið að leika vel og hefur skorað 7.6 stig á leik, tekið 3.4 fráköst og gefið 2.6 stoðsendingar í leik. Jón Páll er með 72.7% skotnýtingu í 3ja stiga og hefur einsog áður segir bætt sinn leik verulega.

Það er þétt prógram hjá karlaliðinu næstu viku, á Sunnudag mæta Gnúpverjar í heimsókn og leika gegn Snæfell klukkan 17:00, föstudaginn 26. janúar heimsækja okkar menn Breiðablik í Kópavoginn og mánudaginn 29. janúar ferðast strákarnir vestur á Ísafjörð og leika gegn Vestra.

Það er vonandi að bati þeirra beggja verði góður og þeir geti leikið með liðinu sem fyrst.