Berglind íþróttamaður Snæfells 2017

Berglind íþróttamaður Snæfells 2017

Berglind Gunnarsdóttir var í dag krýnd Íþróttarmaður Snæfells 2017.

Berglind er uppalin Hólmari í húð og hár og hefur verið partur af árangri kvennaliðs Snæfells þrátt fyrir að slíta krossbönd og fara ýtrekað úr axlalið á sínum ferli. Ekkert stoppar þessa afrekskonu að standa vaktina fyrir Snæfell. Ásamt þessu er Berglind í Landsliði Íslands og á þriðja ári í læknisfræði við Háskola Íslands.

Berglind er lykilleikmaður í Snæfelli og hefur staðið sig gríðarlega vel. Á síðasta tímabili skoraði hún 11,1 stig að meðaltali, tók 5,4 fráköst og gaf 1,7 stoðsendingu í leik.
Berglind er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka og er með betri varnarmönnum í deildinni.

Berglind var einnig valin í úrvalslið Dominodeildarinnar á síðasta keppnistímabili.

Berglind hefur leikið um 300 leiki fyrir Snæfell og það þrátt fyrir að vera frá næstum tvö tímabil vegna meiðsla. Nálgun og elja Berglindar á íþróttina er öðrum leikmönnum, bæði karla og kvenna, til fyrirmyndar.

Við óskum Berglindi til hamingju með þennan titil.

Áfram Snæfell