http://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/06/35061202_2177763172240812_8504566941556408320_n.jpgIngi Þór lætur af störfum

Ingi Þór lætur af störfum

Kæru Snæfellingar

Það tilkynnist hér með að Ingi Þór Steinþórsson hefur látið af störfum sem þjálfari UMF. Snæfells í Stykkishólmi.

Ingi Þór hóf störf hjá félaginu haustið 2009 og þjálfaði báða meistaraflokkana ásamt því að halda utan um yngriflokka félagsins.

Það er skemmst frá því að segja að framlag hans til körfuboltans hér í Hólminum bæði innan vallar sem utan hefur verið ótrúlegt og eftir því tekið.

Fyrir hönd leikmanna, stuðningsfólks, styrktaraðila sem og stjórnar þakka ég Inga Þór og fjölskyldu fyrir mikinn metnað og elju í öllum sínum verkum til félagsins.

Um leið óskum við þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Stykkishólmi 12. júní 2018
Gunnar Svanlaugsson, formaður kkd Snæfells