http://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/06/IMG_7690.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2018/06/IMG_7690.jpgKristen áfram í Hólminum

Kristen áfram í Hólminum

Hin magnaða Kristen Denise McCarthy framlengdi í gær samning sinn við Snæfell.

Kristen er mjög fjölhæfur leikmaður sem skoraði 29,2 stig, reif niður 13,4 fráköst og gaf 4,1 stoðsendingar í leik í Dominosdeildinni á síðasta keppnistímabili.

Kristen hefur ekki síst reynst Snæfellsfjölskyldunni mikilvæg utan vallar og er það því með miklu stolti sem körfuknattleiksdeildin tilkynnir áframhaldandi samstarf.

Áfram Snæfell